Gígjökull Eyjafjöll

Gígjökull er skriðjökull, áður nefndur ,Falljökull", sem á upptök sín í gíg Eyjafjallajökuls. Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 braust bráðnað jökulvatnið, krapi og ís fram niður lónið við Gígjökul og sópaði lóninu með í jökulhlaupi niður Markafljótsaurana. Hlaupin urðu tvö og eftir stendur autt lón þar sem hægt er að ganga um og upp að jöklinum. Gæta þarf varúðar í nálægð við jökulinn en þar hefur verið hrun úr jöklinum. Hægt er að aka jeppling og jafnvel fólksbíl (á sumrin) inn að jöklinum og leggja bílum við  útskot/bílastæði veginn inn í Þórsmörk og ganga þaðan að jöklinum. Hafa verður í huga að vegir eru misgóðir og lítið þarf að rigna til að lækir bólgni upp. Fara þarf varlega. Jökullinn er skriðjökull og er hann á leið niður og eins þekkt er. 

Árið 1821 gaus Eyjafjallajökull og þá kom heljarmikið jökulhlaup niður Markafljótsaurana. Svo stórir jakar fóru niður á undirlendið að þeir voru tvö ár að bráðna. Bændur í Fljótshlíð gátu samt, er þeir sáu gosið, farið niður á aura og smalað fé og öðrum gripum upp í brekkurnar Svo ekki varð stórtjón af. Jökullinn og ísjakarnir hafa gríðarlegt aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn sem sumir hafa aldrei áður séð ís.