Hvolsfjall Hvolsvöllur

Hægt er að ganga upp á Hvolsfjall sem er 127 metra hátt, frá Bjallanum við Stórólfshvolskirkju og þaðan inn eftir fjallinu eftir göngustíg sem þar hefur verið lagður. Af fjallinu, sem ekki telst hátt, er gott útsýni yfir Hvolsvöll í vestri, Hekla trónir í norðri, Vallarkrókur, Fljótshlíðin, Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull í austri og undirlendið með Landeyjar og Vestmannaeyjar í suðri. Hægt er að velja um mis langar og erfiðar gönguleiðir. Ein vinsælasta gönguleið íbúa á Hvolsvelli er að ganga stíginn upp með Nýbýlavegi upp að Akri. Þaðan er svo hægt að ganga með fram limgerðinu vestan við nýja kirkjugarðinn niður að Hvolsvelli aftur eða halda áfram að Lynghaga og niður völlinn/túnið, í átt að þjóðvegi 1, niður að Sólheimum til baka fram hjá reiðvellinum og upp eftir slóðanum í Miðöldunni sem búið er að planta í. Þar má víða sjá gamlar mógrafir ásamt húsarústum.