Nínulundur við Hlíðarenda Fljótshlíð

Nínulundur er kenndur við Nínu Sæmundsson, hún var fyrst íslenskra kvenna til að leggja fyrir sig höggmyndanám. Nína fæddist í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð árið 1892, þangað er hægt að ganga frá Hlíðarendakirkju, um 150m í austurátt. Nína nam við hina konunglegu dönsku listaakademíu í Charlottenborgarhöll. Eftir nám bjó hún ein 30 ár í Bandaríkjunum og varð þar ein af okkar frægustu listamönnum en eftir hana eru verk víða um heim. Í minningarreitnum hefur verið komið fyrir styttunni „Móðurást" en það verk fékk fyrstu verðlaun í samkeppni í Los Angeles og tóku yfir þúsund listamenn þátt í þessari samkeppni. Nína gerði einnig styttu sem var í hólma í Tjörninni í Reykjavík en hún var síðar sprengd í loft upp. Nikulásarhús fóru í eyði kjölfar Heklugossins 1947. Nína helgaði sig málaralist síðustu æviár sín, hún dó í Reykjavík árið 1965. Í Þorsteinslundi má sjá styttu af Þorsteini Erlingssyni skáld, styttan er eftir Nínu Sæmundsson. Mynd: Hrafn Óskarsson.