Nínulundur við Hlíðarenda Fljótshlíð

Nína Sæmundsson 1892-1965

Nína Sæmundsson var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, yngst fimmtán barna Þórunnar Gunnlaugsdóttur og Sæmundar Guðmundssonar. Hún ólst upp við hefðbundin sveitastörf, umvafin stórbrotinni náttúrufegurð, sem hafði mikil áhrif á unga listamannssál. Frænka Nínu, Helga Guðmundsdóttir, bjó í Kaupmannahöfn og bauð Nínu til sín þegar hún var 19 ára. Helga studdi Nínu til náms í Tekniske Skolen árið 1915. Svo mikill var metnaður Nínu að lauk hún tveggja ára undirbúningsnámi fyrir Konunglegu listakademíuna á aðeins einu ári. Haustið 1916 fékk hún inngöngu í höggmyndadeild Konunglegu listakademíunnar þar sem hún var við nám til 1920. Hún var afburðanemandi og hlotnaðist sá heiður að fá verk sín sýnd í Charlottenborg sýningarsalnum.

Nína greindist með berkla en komst á heilsuhæli í Sviss. Þaðan lá leiðin til Rómar þar sem Nína kom sér upp vinnustofu og lagði frekari grunn að ferli sínum. Árið 1924 fékk verk hennar Móðurást mikla viðurkenningu á Salon d‘Automne sýningunni í Grand Palais í París. Listvinafélag Íslands keypti afsteypu af verkinu og árið 1930 var því komið fyrir í Mæðragarðinum við Lækjargötu þar sem það stendur enn.

Árið 1926 bauðst Nínu að sýna verk sín í New York. Í Bandaríkjunum vann hún mörg opinber verkefni og öðlaðist vinsældir sem næmur og fágaður portrettlistamaður. Nafn hennar öðlaðist frægð um öll Bandaríkin og víðar þegar hún vann samkeppni 400 myndhöggvara um einkennistákn Waldorf Astoria hótelsins í New York með verkinu Spirit of Achievement eða Afrekshuga, sem var afhjúpað fyrir ofan anddyri hótelsins í október 1931. Þessi sigur á sér sennilega enga hliðstæðu í íslenskri myndlistarsögu. Afsteypa verksins hér á Hvolsvelli horfist í augu við frummyndina sem stendur í 4280 km. fjarlægð í suðvesturátt.

Önnur verk Nínu í Bandaríkjunum eru m.a. Prómeþeifur, minnisvarði um Leif Eiríksson, bæði í Los Angeles og portrettverk úr marmara af kvikmyndastjörnunni og uppfinningamanninum Hedy Lamarr, sem valið var á Heimssýninguna í New York árið 1939. Það sama ár var Nína sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir listsköpun sína og Stórriddarakrossi árið 1958.

Eftir þrjátíu ára búsetu í Bandaríkjunum flutti Nína til Íslands árið 1955. Hún lést í Reykjavík tíu árum síðar, ógift og barnlaus. Þá hafði hún ánafnað Listasafni Íslands öllum sínum verkum. Sveitastelpan úr Fljótshlíðinni varð fyrsta íslenska konan til að gera höggmyndalist að ævistarfi og naut alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir verk sín.

Árið 2000 var opnaður Nínulundur í Fljótshlíð á bæjarstæði Nikulásarhúsa. Frænka Nínu, Ríkey Ríkharðsdóttir hafði veg og vanda af gerð lundarins. Þar er afsteypa af verki Nínu, Ung móðir. Í Þorsteinslundi í Fljótshlíð er brjóstmynd Nínu af skáldinu Þorsteini Erlingssyni; fyrir utan Nonnahús á Akureyri stendur stytta Nínu af sr. Jóni Sveinssyni, presti og barnabókahöfundi. Í Reykjavíkurtjörn er höggmyndin Hafmeyjan; í höggmyndagarði Sólheima í Grímsnesi er verkið Rökkur og í Selfosskirkju er Maríumynd, lágmynd tálguð úr balsavið. Ævisaga Nínu var rituð af Hrafnhildi Schram listfræðingi og gefin út af Crymogeu 2015.

Mynd: Hrafn Óskarsson.

Nína Sæmundsson was born at Nikulásarhús-farm in Fljótshlíð, the youngest of fifteen siblings. She grew up doing traditional farm work, surrounded by the magnificent natural beauty of the area, which had a profound impact on her young artistic soul. Her aunt, Helga Guðmundsdóttir, lived in Copenhagen and invited Nína to live with her when she was 19 years old. Helga supported her to enter the Tekniske Skole in 1915, which offered preparatory studies for the Royal Academy of the Arts. Ambitious and hard working, Nína finished the studies in only one year and was offered a place in the sculpting department of the Royal Academy, where she studied until 1920. She was an outstanding student and her early sculptures received such acclaim that she was invited to exhibit them in the Charlottenburg Salon.

Nína was diagnosed with tuberculosis and went to a sanatorium in Switzerland. From there she went to Rome where she had a studio and furthered her studies in the art of sculpting. In 1924 her sculpture, Mother‘s Love, received great recognition at the Autumn Salon of the Grand Palais in Paris. The Icelandic Society of the Arts bought a bronze cast of the sculpture in 1930. It is located in the Mothers‘ Garden in Lækjargata in Reykjavík.

In 1926, Nína was invited to exhibit her work in New York. She took on many official assignments in the United States and became an admired and sophisticated portrait artist. She gained a great deal of prestige and fame when she won a competition of 400 artists for a symbolic sculpture for the new Waldorf Astoria hotel in New York. Her sculpture, Spirit of Achievement, was unveiled above the hotel entrance in October 1931. This is one of the greatest successes in the history of Icelandic art. The replica here in Hvolsvöllur, gazes across the ocean where the original stands, 2659 miles to the southwest.

Among other works of Nína in the US are Prometheus and a memorial to Leif Erikson, both in Los Angeles, and a marble portrait of the Hollywood movie star and innovator, Hedy Lamarr, which was selected for the World Fair in New York in 1939. That same year, Nína was awarded the Knight‘s Cross of the Icelandic Order of the Falcon for her art, and in 1958 the Grand Knight‘s Cross.

After 30 years in the US, Nína moved back to Iceland in 1955. She died in Reykjavík ten years later, unmarried and without children. By then she had bequeathed all her work to the National Gallery of Iceland. This young girl from a remote rural area in Iceland had become the first Icelandic woman to turn sculpture into her life’s work as an artist and to receive international recognition for her body of work.

In 2000, her niece, Ríkey Ríkharðsdóttir, opened Nína‘s Grove in Fljótshlíð on the site of the Nikulásarhús-farm where Nína was born. The Grove hosts a replica of the Young Mother sculpture. In Thorsteinn’s Grove in Fljótshlíð there is a bust by Nína of the poet Thorsteinn Erlingsson, and outside Nonnahús in Akureyri is Nína‘s statue of the priest and beloved author of children‘s books, Jón Sveinsson. Nína’s Mermaid sculpture is to be found by the Pond in downtown Reykjavík, her Twilight statute is in the Sculpture Garden of Sólheimar in Grímsnes, and in the church in Selfoss there is a relief of the Virgin Mary, carved in balsa wood.