Breiðabólstaðakirkja Fljótshlíð

Kirkjan á Breiðabólstað var byggð árið 1912, krosskirkja teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni. Hún samsvarar sér vel og er af mörgum talin með fegurstu kirkjum landsins. Ýmsa góða gripi á kirkjan og er hér sérstaklega nefndur kaleikur sá sem enn er í notkun. Sagan segir að eitt sinn var prestur að koma frá messu á Keldum og áði á grasbala. Hann hafði kaleikinn meðferðis og lagði hann frá sér á þúfu en þegar hann stóð upp var kaleikurinn horfinn og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Ein hverjum árum seinna var prestur enn á ferð og áði, eins og vant var, á sama stað. Er hann var að búa sig til ferðar aftur var kaleikurinn allt í einu ljóslifandi kom- inn. Var ráðið af þessu að álfar hefðu fengið hann lánaðan um tíma. Ekki sá á kaleiknum fyrir utan einn svartan blett í botni hans. Þar er hann enn og næst ekki burt. Eftir þetta uppgötvaðist að kaleikurinn hafði lækningamátt. Um aldamótin 1900 flykktist fólk alls staðar að af landinu heim á Staðinn til að leita sér heilsubótar með því að mæta í sunnudagsmessu og dreypa á kaleiknum.

Sjá vef Minjastofnunar

Breiðabólastaðarkirkja