860+ útiljósmyndasýning Hvolsvöllur

Útiljósmyndasýningin 860+ er staðsett á miðbæjartúninu á Hvolsvelli. Sýningin var sett upp í tíunda skiptið vorið 2020 við hátíðlega athöfn.

Það eru áhugaljósmyndarar úr sveitarfélaginu og nálægðum sveitum sem standa að sýningunni og setur sýningin mikinn svip á Hvolsvöll.

Myndirnar tengjast allar sveitarfélaginu, fólkinu og náttúrunni á einhvern hátt og gefur gestum oft nýja sýn á svæðið og vekur upp áhuga.

Sýningin er opin öllum og er ávallt uppi yfir sumarmánuðina.