11. desember - Samverudagatal

Samverudagatalið i dag hvetur fjölskylduna til að gera útivistina að skemmtilegum leik með því að taka öll saman þátt í JólaSamveru bingó. Fjölskyldur eru þá hvattar til að fara saman í göngutúr milli staða sem finna má á bingóspjaldinu sem finna má hér fyrir neðan eða leysa úr öðrum verkefnum eins og fá sér ljúffenga mandarínu. Hægt er að nýta spjaldið í dreifbýlinu með því að breyta stöðum eins og Ráðhúsinu og Gamla Róló í hús og leiksvæði í nærumhverfinu.

Gaman væri að fá myndir af fjölskyldum að spila bingóið til að birta á heimasíðu Rangárþings eystra. Senda má myndir á netfangið arnylara@hvolsvollur.is eða í gegnum facebook síðu sveitarfélagsins.

Hér má finna bingóspjaldið