4. desember - Samverudagatal

Í dag er tilvalið að heimsækja Tunguskóg og hafa með sér heitt súkkulaði í brúsa til að gæða sér á. Ekki væri verra að lauma nokkrum piparkökum með til að fullkomna stemninguna.

Hér er ein uppskrift af heitu súkkulaði:

175 g suðusúkkulaði
2 dl vatn
1 l mjólk
0,25 gr salt

Hitið vatnið og látið súkkulaðið bráðna í því. Hrærið í á meðan. Bætið mjólkinni út í og hitið að suðu. Saltið að síðustu.

Svo er toppurinn að hafa með sér þeyttan rjóma, smá súkkulaðispæni eða jafnvel sykurpúða.