5. desember - Samverudagatal

"Þegar piparkökur bakast kökugerðarmaður tekur ..." þessar línur úr Dýrunum í Hálsaskógi eiga vel við í desember. Það er gaman að setjast saman og skreyta piparkökur og það skiptir litlu máli hvort þær séu heimabakaðar eða keyptar. Þeir sem vilja ganga aðeins lengra geta skellt saman piparkökuhúsi og skreytt það hátt og lágt.

Nú er bara að láta hugmyndaflugið ráða för og hafa gaman saman

Uppskriftir að piparkökum eru margar og fjölbreyttar. Hér er ein vegan frá Gulur, rauður og salt. 

Hér má finna uppskrift að piparkökuhúsi og snið til að útbúa það eftir.