6. desember - Samverudagatal

Við í Rangárþingi eystra erum svo heppin að hér er starfandi bókasafn sem er bæði almennings- og skólabókasafn. Á bókasafninu má finna bækur um allt milli himins og jarðar, skemmtilegar útstillingar og þemu, tímarit og hvaðeina sem gaman er að glugga í. Það er huggulegt lestrarhorn fyrir börnin og þú getur verið nokkuð viss um að allar nýjustu bækurnar eru fáanlegar á safninu og líka þessar gömlu og góðu. Nú ef þær eru ekki til þá eru þær Elísa, Magga og Anna boðnar og búnar að leita uppi eintak til láns. Tilvalið að heimsækja bókasafnið og næla sér í góða jólasögu til að lesa saman.