9. desember - Samverudagatal

Það má sannarlega eiga góða stund saman við að skrifa jólakveðjur til vina og ættingja og jafnvel til hvers annars í nánustu fjölskyldu. Það er gaman að föndra jólakortin og skreyta eftir sínu eigin höfði eða kaupa falleg kort og skrifa hugulsama kveðju inn í þau. Margir senda kort með myndum af fjölskyldunni en sama hvaða leið er farin þegar kortin eru skrifuð þá er það hugurinn á bak við kveðjuna sem skiptir öllu máli.