Fréttir

10. bekkur gefur Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ferðasjóðinn sinn

Það er venja í Hvolsskóla að 10. bekkur fer í ferð til Danmerkur áður en þau útskrifast. Nemendurnir safna fyrir ferðinni allt skólaárið og eiga því góðan sjóð þegar haldið er utan. Í ár hafði Covid 19 það í för með sér að 10. bekkur komst ekki í ferðina sína en fór í staðin í ferð innanlands. Afganginn úr ferðasjóðnum fékk Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.

Gengið á Þríhyrning

Ein af mörgum skemmtilegu fjallgönguleiðum í Rangárþingi eystra og hefur verið nokkuð vinsæl hjá bæði reyndum og óreyndum göngumönnum.

Hellar í Rangárþingi eystra

Vissir þú að í Rangárþingi eystra eru allnokkrir hellar sem hægt er að heimsækja. Hellarnir eru eins ólíkir og þeir eru margir og virkilega gaman að heimsækja

Áður óbirt kvæði Tómasar Guðmundssonar flutt í Múlakoti

Sonur og tengdadóttir Tómasar færðu hjónunum í Múlakoti þetta kvæði að gjöf til staðarins.

Frú Vigdís Finnbogadóttir í heimsókn í Rangárþingi eystra

Jón Gísli Harðarson bauð Vigdísi að koma og upplifa fegurð og menningu Rangárþings eystra og upplifa nálægðina við menningararfinn í gegnum t.d. Njálssögu.