Fréttir

Tjaldsvæðið á Hvolsvelli er opið til 1. nóvember nk.

Afgirt og huggulegt svæði með háum öspum í kring, hver flöt er afstúkuð með trjám og flatirnar eru sléttar og vel þjappaðar. Stutt er í alla þjónustu þar sem miðbær Hvolsvallar er einungis í 150 mtr. fjarlægð og á Hvolsvelli má t.d. finna Heilsustíg með 15 skemmtilegum stöðvum og Frisbígolf völl.

Viðtal við Braga Þór Hansson, forstöðumann mötuneytis Rangárþings eystra.

Skömmtunarlína gerð í eldhúsinu í Hvolsskóla til bóta fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Minni matarsóun og nú á COVID tímum er betra að færri sjái um að deila út mat. Hefur gengið mjög vel.

"Langaði að vera fátækur listamaður og túristi í eigin landi"

Listamaðurinn Tryggvi Pétursson hefur haldið til á Hvolsvelli í sumar og stundað listsköpun sína í einum af bröggunum í miðbænum. Tryggvi gaf sveitarfélaginu tvö listaverk eftir sig þegar hann kvaddi sveitarfélagið í lok sumars.