Í Rangárþingi eystra er hægt að finna helling af leikvöllum, bæði í þétt- og dreifbýlinu. Ein af földu perlum Hvolsvallar er Gamli Róló. Þar má finna klassísk leiktæki eins og rólur, vegasalt og rennibraut sem og lítinn kastala fyrir allra yngstu krílin.