Bændur ríða heim eftir smölun á Almenningum í Þórsmörk

Á haustin smala bændur fé sínu heim og eru Eyfellingar þar engin undantekning. Þeir smala m.a. fé sínu heim af Almenningum í Þórsmörk en þangað er fénu keyrt á vorin til að eyða sumrinu í faðmi fjalla og jökla. Um nýliðna helgi var öllu fé smalað saman af Almenningum og eftir þá smölun fóru bændur ríðandi heim.

Meðfylgjandi mynd nær að fanga stemmninguna og fegurðina hjá smölum er þeir riðu á móti kvöldsólinni með Stóra Dímon í fjarska.

Haustið er frábær árstími til að njóta útiveru og samveru með vinum og ættingjum. 

Myndin var fengin hjá Guðmundi Viðarssyni bónda í Skálakoti undir Eyjafjöllum.