"Langaði að vera fátækur listamaður og túristi í eigin landi"

Tryggvi Pétursson er nemandi á 3. ári í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands en hugur hans leitaði út á land fyrir sumarið þar sem honum langaði að vinna að öðrum listformum. Tryggvi sá fyrir sér að úti á landsbyggðinni fengi hann bæði frið og pláss til að stunda hverja þá listsköpun sem hann langaði. Tryggvi segir að Hvolsvöllur hafi birst sér sem fullkominn staður, nógu langt frá Reykjavík til að fá smá fjarlægð en einnig nógu nálægt til að hægt sé að skreppa til að vinna. Hvolsvöllur er einnig í mjög hentugri stærð til að vinna að svona tilraunastarfsemi. Svo heppilega vildi líka til að skólasystir Tryggva, Sæbjörg Eva Hlynsdóttir frá Voðmúlastöðum, gat hjálpað honum að finna stað til að vera á þannig að allt small vel saman.

Í lok sumars gaf Tryggvi sveitarfélaginu tvö listaverk eftir sig sem sjá má á meðfylgjandi mynd af honum og verður þeim komið upp á hentugum stöðum. 

Hér eru einnig tvö verk sem hann vann í sumar.