Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri horfir til framtíðar í nýju viðtali í Morgunblaðinu

Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri Rangárþings eystra er í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu sem kom í út í gær, mánudaginn 29. júní. Þar fer hún yfir þær áskoranir og verkefni sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir í kjölfar Covid-19. Hún segir einnig frá þeirri framtíðarsýn að nýta þau tækifæri og auðlindir sem sveitarfélagið býður upp á m.a. í tengslum við nýsköpun og að gera sveitarfélagið að gæða búsetukosti fyrir ungt fólk sem að hennar mati er framtíðin.

Hér má lesa viðtalið sem birtist í Morgunblaðinu í heild sinni.