Mikil prjónamenning í Rangárþingi eystra

Eins og á flestum stöðum á landinu er mikil prjónamenning í Rangárþingi eystra. Í öllum hornum reynist prjónafólk sem skapar fallegustu flíkur og hluti með prjónunum sínum.

Ein slík er Anna Kristín Helgadóttir, íbúi á Hvolsvelli, sem gaf nýverið út þriðju prjónabókina sína, Prjónafjör 3. Anna Kristín býr til allar uppskriftirnar, hannar bækurnar sjálf og fyrirsætur eru heimafólk í sveitarfélaginu og ættingjar Önnu. Magnús Hlynur kíkti í heimsókn til Önnu Kristínar fyrir skömmu og ræddi við hana um prjónaskapinn og bækurnar. Hildur Vala, dóttir Önnu Kristínar, var þar einnig heima en hún er orðin vel liðtæk í að hekla. Meðfylgjandi mynd tók Magnús Hlynur af þeim mæðgum.

Frétt Magnúsar Hlyns. 

Og í tengslum við prjónaskap má minna á að Kvenfélagið Eining stendur nú fyrir áheitaprjóni en þær stöllur keppast nú við að prjóna 300 hluti fyrir 1. febrúar 2021. Prjónið verður síðan gefið þeim sem minna mega sín en ágóðinn af áheitinu rennur til Björgunarsveitarinnar Dagrenningar.

Áheitið er hægt að leggja inn á reikningsnr. 0133-15-000289 kt. 540601-2750