Sveitabúðin Una opnar glæsilegan grænmetismarkað og hefur sölu á kjöti beint frá býli

Hjónin Magnús og Rebekka ásamt Piotr Dera, forstöðumanni Sunnu á Sólheimum.
Hjónin Magnús og Rebekka ásamt Piotr Dera, forstöðumanni Sunnu á Sólheimum.

Á Hvolsvelli leynist Sveitabúðin Una, sveitarómantísk minjagripaverslun og markaður rekin af hjónunum Rebekku Katrínardóttur og Magnúsi Haraldssyni síðan í janúar 2018. Þau hafa fengið mikið af góðri umfjöllun víðsvegar á bæði netinu og í tímaritum og hlutu í Maí 2019 viðurkenninguna Besta verslun á Suðurlandi samkvæmt miðlinum Reykjavík Grapevine.

Heimsæktu Sveitabúðina Unu á Facebook

Ívar Þormarsson ásamt hjónunum Magnúsi og RebekkuNúna nýlega opnuðu þau glæsilegan grænmetismarkað og hófu sölu á kjöti beint frá býli. "Kjötið er frá meistarakokknum Ívari Þormarssyni í Smáratúni í Fljótshlíð." Segir Rebekka, "Við erum með flott úrval af alskonar kjöti og má þar nefna t.d. lambagrillkjöt í ýmsum marineringum, taðreykt hrossabjúgu, rifið svín (pulled pork), hamborgara, hakk, koníaksmarinerað naut og fleira. Nautakjötið er galloway nautakjöt af geldnautum, það er einstaklega bragðgott og mjúkt undir tönn. Á föstudögum fáum við líka nýbakað brauð frá Ívari, síðast var það dýrindis Bóndabrauð með karrýkeim. Ég er spennt að sjá hvað kemur næsta föstudag!"

Grænmetið kemur nýupptekið á hverjum föstudegi frá Sólheimum og selst meðan byrgðir endast. Samkvæmt Rebekku er um að gera að mæta snemma á svæðið þar sem fersku vörurnar fara fljótt. Markaðurinn hóf göngu sína síðustu helgi og seldist allt upp á stuttum tíma! "Þetta er svona fyrstur kemur fyrstur fær. Viðbrögðin voru frábær frá bæði heimamönnum og ferðamönnum og það er auðséð að það er þörf fyrir svona markað hérna. Við erum alveg í skýunum með þetta."

Verslunin er um 400 fm og hjónin selja þar ýmis handverk úr héraði t.d. kertastjaka, tálgaða muni, skartgripi, listaverk, fallegar ullapeysur, húfur, vettlinga og ullarsokka sem eru að sjálfsögðu nauðsyn í útileiguna! Einnig eru þau með ýmis rit- og leikföng og fjöldan allan af gjafavöru. Í matvörudeildinni er svo ýmis önnur matvara eins og salt, íslenskar kryddjurtir, te, sultur, harðfiskur, súkkulaði og hunang, gaman er að segja frá því að við vorum að fá í sölu til okkar Uppsala hunangið góða frá Þórði og Margréti á Uppsölum.

Opnunartíminn í sumar er fimmmtudag-sunnudag en grænmetið kemur á föstudögum kl 11. Opnunartímann er hægt að sjá inni á facebook ásamt helstu og svo er alltaf hægt að hafa samband við þau í gegnum síma eða facebook ef það vantar eitthvað utan opnunartíma.

Á myndinni til vinsti stendur meistarakokkurinn Ívar Þormarsson með þeim hjónum, Magnúsi og Rebekku, fyrir framan Sveitabúðina Unu.