Ýmislegt í boði hjá Rafverkstæði Ragnars

Hjónin Ragnar Þór Ólafsson (sem sjaldan er kallaður annað en Raggi rafvirki í heimabyggð) og Árný Hrund Svavarsdóttir reka Rafverkstæði Ragnars sem er staðsett að Ormsvelli 10 á Hvolsvelli. Ásamt því að halda úti almennri þjónustu á verkstæðinu sem og öðrum verkefnum þá er lítil búð við hliðina á verkstæðinu þar sem hægt er að finna alls konar vörur, bæði gjafa- og nauðsynjavörur. Í búðinni er hægt að stóla á að þú finnur árstíðarbundna vöru, sætar lugtir á haustin, gjafavöru fyrir jólin, útipotta fyrir sumarblómin og allt þar á milli. Einnig eru þau hjón með puttann á púlsinum varðandi ástandið í þjóðfélaginu í kringum Covid-19 og selja nú einnota grímur sem standast alla staðla. 

Rafverkstæði Ragnars er svo með heimilistæki frá Smith og Norland og það þarf því sannarlega ekki að leita langt yfir skammt ef kaupa á stærri eða minni tæki.

Það er alveg þess vert að kíkja í heimsókn í búðina hjá Rafverkstæði Ragnars.

Facebook síða Rafverkstæðis Ragnars.