Málun í Múlakoti

Þessa dagana stendur yfir málun innanhúss í Múlakotsbænum en það er Málingarþjónustan ehf. á Selfossi sem sér um verkið. Steindór Pálsson, málarameistari, fór yfir verkstöðuna 17. júlí sl. en hún er eftirfarandi. 

Baðstofa: Þar er búið að slípa og hreinsa bæði loft og veggi. Búið er að mála allt það herbergi, veggir hafa eina umferð en loftið er fullmálað.

 

 

Hjónakames og stofa: þar er málun ekki hafin en slípun langt komin. Það er gaman að segja frá því að þegar slípaður var breiður loftlisti í stofunni þá kom í ljós skrautbekkur, málaður í dökkum lit. Þetta leyndist undir mörgum umferðum af málningu og ljóst má því vera að það er langt um liðið síðan það var gert, en áður höfðum við fundið smá bút af þessum sama skrautbekk efst í litlum skáp sem er í þessu sama herbergi. Vinna við glugga í þessum rýmum eru langt komin, einungis eftir að lakka seinustu umferð. Til stendur svo á mánudag að mála seinni umferð á baðstofuna þannig að hún ætti þá að verða þurr og klár sunnudaginn 26. Einnig stendur til að lakkmála seinustu umferð á glugga í næstu viku. Í hjónakamesinu erum við búnir að slípa einn vegg að hluta til og mála þar eina umferð á smá flöt þannig að þar er gott að sjá hvernig þetta er unnið.Nánari upplýsingar um málninguna sem notuð er og hvernig verkferlið er þegar unnið er að því að mála gömul hús sem þessi má finna hér á heimasíðu Múlakots.

 

Nánari upplýsingar um málninguna sem notuð er og hvernig verkferlið er þegar unnið er að því að mála gömul hús sem þessi má finna hér á heimasíðu Múlakots.