Falleg linsuský á himni yfir Eyjafjallajökli

Þessa fallegu mynd af linsuskýi tók Anna Runólfsdóttir bóndi í Fljótsdal í Fljótshlíð. Seint s.l. fimmtudagskvöld tóku margir eftir einstaklega fallegu skýjafari á himni yfir Eyjafjallajökli og streymdu myndir inn á facebook síður íbúa og gesta á svæðinu. Himininn yfir jöklinum er oft á tíðum mjög fallegur og í skýjunum má jafnvel sjá kynjaverur og heilu listaverkin sem gleðja augað.