Fljótshlíðarbændur græða upp Fljótshlíðarafrétt

Í byrjun júní fóru Fljótshlíðarbændur í árlega vorferð inn á Fljótshlíðarafrétt. Þetta hafa þeir gert frá árinu 1971 og grætt upp stórt landsvæði, en þar er unnið samkvæmt landbótaáætlun. Upprekstarfélagið í Fljótshlíð hlaut Landgræðsluverðlaunin árið 2015 fyrir áratuga uppgræðslustarf og uppgræðslu á um 400 ha svæði. Í dag er verið að vinna með aðra 400 ha og er þátttaka bænda ávallt góð. Svæðið er einnig vinsælt útivistasvæði bæði sumar og vetur. Þaðan er stutt inn á Suðurhálendið.

Rangárþing eystra hefur stutt við verkefnið til fjölda ára.
Á myndunum má sjá hluta af þeim bændum sem fóru í ferðina í byjun júní.

Myndir Kristinn Jónsson.