Frímann Gunnarsson kannar menningu í Rangárþingi

Heimsborgarinn Frímann Gunnarsson hefur síðastliðna sunnudaga verið með þætti á Rúv sem hann kallar Smáborgarasýn Frímanns Gunnarssonar. Þar leitast Frímann við að kanna hvort að einhverja menningu sé að finnast utan borgarinnar og rýnir af sinni alkunnu snilld í þjóðarsál Íslands á landsbyggðinni. Frímann hefur því ferðast um landið á húsbíl og í síðasta þætti staldraði hann við í Rangárþingi.

Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns, fór með Frímanni í gegnum safnið og sýndi honum einstaka muni og húsakost og fórst honum leiðsögnin einkar vel úr hendi þrátt fyrir að umræðan færi stundum út í aðra sálma.

Lokahluti þáttarins var svo stórfenglegur en þá er Frímann mættur við Gunnarssteinn þar sem einn mesti bardagi Njáls sögu á sér stað. Við steininn segir Lárus Bragason, á Miðhúsum, frá þessum bardaga af sinni alkunnu snilld og Frímann verður svo uppnuminn að hann fær Lárus til að leika lokasenu í bók sem Frímann hefur skrifað. 

Sjón er sögu ríkari.

Smáborgarasýn Frímanns Gunnarssonar - Þáttur 6