Hreimur gefur út nýja sóló plötu

Heimamaðurinn Hreimur Örn Heimisson er að gefa út nýja sólóplötu sem ber nafnið Skilaboðin mín. 8 ár eru síðan Hreimur gaf síðast út plötu einn og á henni má finna lög sem Hreimur hefur verið að semja sl. ár. M.a. má nefna lagið Lítið hús sem Hreimur syngur ásamt Fríðu Hansen og naut mikilla vinsælda í sumar.

Plötuna má finna í heild á Spotify en Hreimur gefur hana líka út í Vinyl og hægt er að nálgast þá útgáfu hjá Hreim í gegnum facebook síðu hans.

Hér má hlusta á viðtal við Hreim á útvarpsstöðinni K100.