Viðtal við Margréti Jónu um fjölskylduævintýri og útivist í Rangárþingi eystra

Skemmtilegt viðtal við Margréti Jónu Ísólfsdóttur, skrifstofu- og fjármálastjóra Rangárþings eystra, en hún og maður hennar búa á Uppsölum í Fljótshlíð ásamt tveimur dætrum. Fjölskyldan er dugleg að stunda hina ýmsu útivist, þau rækta býflugur og njóta þess að skoða sig um, finna leynistaði og eiga notalegar stundir saman.

Í viðtalinu lýsir Margrét m.a. fullkomnum fjölskyldudegi með skemmtun og útivist í Rangárþingi eystra enda er sveitarfélagið kjörið til að eiga skemmtilegt fjölskylduævintýri, hvort sem þú ert að stoppa í stuttan eða langan tíma. Hvolsvöllur er einungis um klukkustundar akstur frá Reykjavík og er því kjörinn áfangastaður, bæði fyrir þá sem hafa bara hug á að skreppa í rólegan en skemmtilegan dagstúr og fyrir þá sem vilja fara í lengra frí á svæði sem hefur upp á allt að bjóða.

Viðtalið má finna á bls. 10 í kynningarblaðinu ALLT sem fylgir með Fréttablaðinu 7. maí.