Samverudagatal Rangárþings eystra

Í dag er 1. desember og jólahátíðin nálgast því óðfluga. Á þessum tímum er samvera með fjölskyldunni mikilvæg og kannski sérstaklega nú þegar Covid hefur enn áhrif í samfélaginu okkar.

Til þess að hvetja til samveru með fjölskyldu og vinum hefur Rangárþing eystra nú sett saman samverudagatal en þar má finna hugmyndir að góðum og gleðilegum stundum fram að jólum. Einnig má prenta dagatalið út og setja inn sínar eigin hugmyndir í bland.

Sem dæmi um hugmyndir sem finna má í dagatalinu eru sleðaferðir, göngutúr með vasaljós, lestur, bakstur og skógarferð.

Núna 1. desember er hugmyndin t.d. að búa til snjókarl - bara að muna að klæða sig vel.

Við minnum einnig á jólaljósakeppnina sem er í gangi til 19. desember

Eigum góðar jólastundir saman í desember og njótum tímans saman.