Sterk bönd við æskuslóðir í Fljótshlíð

Á heimasíðu Gamla bæjarins í Múlakoti má nú finna viðtal við Halldóru Guðmundsdóttur en hún fæddist á Háamúla í Fljótshlíð árið 1929. Halldóra var frá unga aldri heimagangur í Múlakoti og á þessum tíma var Múlakot nokkurs konar miðstöð sveitarinnar og eftirminnilegt fyrir unga snót að upplifa stemninguna sem fylgdi fólkinu. Hinir ýmsu málarar komu í Múlakot og dvöldu í lengri og skemmri tíma og Ólafur Túbals var sjálfur mikið að mála meðan Guðbjörg sinnti fólkinu og garðinum af sínum mikla myndarskap.

Viðtalið við Halldóru má finna hér.