Þórsmörk - friðland í 100 ár. Þættir á Hringbraut

Á sjónvarpsstöðinni Hringbraut er nú verið að sýna þáttaröðina Þórsmörk - friðland í 100 ár. Þættirnir eru tveir og tilefnið er að árið 2019 voru 100 ár síðan 40 bændur úr Fljótshlíð fóru fram á það að Skógræktin tæki að sér vörslu Þórsmerkur og girti landið af því að það væri í stórhættu vegna uppblásturs. Síðar samdi Landgræðsla ríkisins við Vestur-Eyfellinga um friðun Almenninga, Steinsholts og Stakkholts.

Í þáttunum ræðir Sigmundur Ernir Rúnarsson við m.a. þá Þórð Tómasson og Guðjón Ólafsson sem muna eftir smalamennsku í Þórsmörk og Kristin Jónsson, á Staðarbakka, sem þekkir vel sögu þessarar friðunar og uppgræðslu.

Virkilega áhugaverð umfjöllun um þessa náttúruperlu okkar í Rangárþingi eystra.

Meðfylgjandi mynd er af heimasíðu Skógræktar ríkisins.

Þættirnir á Hringbraut

Umfjöllun um Þórsmörk og Goðaland á síðu Skógræktar ríkisins.