Tjaldsvæði í Rangárþingi Eystra

Í Rangárþingi Eystra má finna þrjú tjaldsvæði. Tjaldsvæðin eru á Hvolsvelli, á Hamragörðum og á Skógum.

 

Tjaldsvæðið á Hvolsvelli

 

Tjaldsvæðið á Hvolsvelli er staðsett um 150 metra frá þjóðvegi 1. Þegar keyrt er inn í þorpið frá Reykjavík er tekin fyrsta beygja til hægri.

Tjaldsvæðið er gróið og afgirt með háum aspar trjám. Á tjaldsvæðinu má finna tvö aðstöðuhús. Í öðru húsinu eru salernis og eldunaraðstaða en í hinu húsinu má finna fleiri salerni sem og sturtur. Aðgengi er fyrir fatlaða.

Leiksvæði er fyrir börn og aðstaða til að þvo og þurrka þvott.

Rafmagnstenglar eru á svæðinu, losunarsvæði er fyrir húsbíla og hjólhýsi og einnig er nettenging í boði.

Stutt er í flesta þjónustu sem í boði er á Hvolsvelli, þar með talið verslun, veitingahús, apótek og sundlaug.

Tjaldsvæðið er rúmgott og getur tekið á móti fjölda gesta. Oft virðist svæðið þétt settið þegar horft er frá þjóðveginum en sjón er sögu ríkari og vel þess virði að renna við og skoða aðstæður.

Tjaldsvæðið er opið yfir sumarmánuðina.

 

Tjaldvæðið á Hamragörðum

 

Tjaldsvæðið á Hamragörðum er staðsett við Þórsmerkurveg nr. 249 rúmum kílómetra frá þjóðvegi 1.

Stutt ganga er frá tjaldsvæðinu bæði að Seljalandsfossi og Gljúfrabúa.

Tjaldsvæðinu er skipt í efra og neðra svæði. Eitt þjónustu hús er á neðra svæði, á efra svæðinu má þá finna salernis- og sturtuaðstöðu. Leiksvæði er fyrir börn.

Í þjónustu húsinu er að finna eldunaraðstöðu, salerni og þvottaaðstöðu.

Rafmagnstenglar eru á svæðinu sem og losunarsvæði er fyrir húsbíla og hjólhýsi.

Tjaldsvæðið er í nálægð við margar af náttúruperlum Rangárþings Eystra og má þar nefna, Seljalandsfoss, Gljúfrafoss, Nauthúsagil og Þórsmörk.

Tjaldvæðið er opið yfir sumarmánuðina.

 

Tjaldsvæðið Skógum

 

Tjaldsvæðið á Skógum er staðsett við Skógarfoss.

Stutt gagna er frá tjaldsvæðinu að Skógarfossi, einnig er gaman að ganga um 2. km leið að Kvernufossi. Önnur gönguleið sem gaman er að ganga er í skóginn fyrir ofan gamla Héraðsskólann, þar má finna styttu af Þorsteini Erlingssyni skáldi og ef gengið er lengra má finna rústir af gömlum beitarhúsum.

Tjaldsvæðið er tilvalinn áningarstaður fyrir þá sem fara ætla yfir Fimmvörðuháls.

Eitt þjónustuhús er á svæðinu þar sem finna má salerni og sturtuaðstöðu.

Rafmagnstenglar eru á svæðinu sem og losunarsvæði er fyrir húsbíla og hjólhýsi.

Tjaldsvæðið er opið allan ársins hring.

Stutt er í skemmtileg útisvæði, veitingastaði og Byggðasafnið.