Fjölskylduguðsþjónusta í útvarpinu

Sunnudaginn 18. október verður fjölskylduguðsþjónusta í Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli. Guðsþjónustunni verður útvarpað á FM. 106.1. Útsendingin er tilraun til að miðla guðsþjónustunni til þeirra sem eiga jafnvel ekki heimangengt.

Sunnudagaskólabörnin hittast í kirkjunni í byrjun guðsþjónustunnar en fara svo yfir í safnaðarheimilið.

Guðjón Halldór Óskarsson stýrir söng og Sr. Sigríður Kristín les lestra dagsins.

Sálmar eru: Daginn í dag, Stjórnur og sól (584), Ó, Jesú bróðir besti (503), Dag í senn (712), Ástarfaðir himinhæða (504), Enginn þarf að óttast síður (505), Son Guðs ertu með sanni (56).

Minnum alla á að aðgæta sóttvarnir og foreldrar sunnudagaskólabarna eru minntir á að virða 1m regluna og fjöldatakmarkanir.