L'Amour fou - Gleðistundir að Kvoslæk 2021

Enn eitt sumarið verður boðið upp á viðburði í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð og verða fyrstu tónleikarnir sunnudaginn 27. júní kl. 15.00.

Þar leikur Salonhljómsveitin L‘Amour fou (Brjáluð ást) fjölbreytta efnisskrá þekkra laga.

Sveitin gaf út plötuna Íslensku lögin árið 2005, gömul íslensk dægurlög í útsetningum Hrafnkels Orra fyrir salonhljómsveit. Hún hefur verið ein mest spilaða plata Rásar 1 allar götur síðan.

L'Amour fou lék í áramótaþætti Sjónvarpsins árið 2010, Álfareiðinni, sem tilnefndur var til Edduverðlaunanna 2011 sem menningar- og lífstílsþáttur ársins.

 

Hrafnhildur Atladóttir, fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, Gunnlaugur Torfi Stefánsson, kontrabassi, og Tinna Þorsteinsdóttir, píanó