Heimsókn í alvöru sveit undir Eyjafjöllum

Í Rangárþingi eystra er hægt að heimsækja sveitarbæi og upplifa alvöru sveit. Það eru bæirnir Stóra Mörk og Ásólfsskáli undir Eyjafjöllum sem bjóða gestum heim. Á báðum bæjunum er fjölbreyttur búskapur og taka ábúendur vel á móti gestum. Einnig er þar rekin ferðaþjónusta þannig að hægt er að dvelja í nálægð við býlin og dýrin og njóta um leið alls þess sem þau hafa upp á að bjóða. Hægt er að finna frekari upplýsingar á heimasíðun bondi.is

Opinn landbúnaður

Ásólfsskáli Eyjafjöllum

Stóra Mörk