Um okkur - VisitHvolsvöllur.is

Um Visit Hvolsvöllur heimasíðuna og Ferðamálstefnu Rangárþings eystra

Visit Hvolsvöllur er ný heimasíða fyrir ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra. Sveitarstjórn Rangárþings eystra ákvað í kjölfar áhrifa Covid-19 á atvinnugreinina í sveitarfélaginu að hrinda af stað innleiðingu Ferðamálastefnu sveitarfélagsins. Stefnan var samþykkt í sveitastjórn í mars 2019 en hafði ekki komið formlega til framkvæmda. Sveitarfélagið e eitt af þeim sveitarfélögum á landinu sem áhrif vegna Covid-19 á ferðaþjónustu kom hvað verst niður á, en greinin hefur vaxið hratt í sveitarfélaginu undanfarin ár og skapar mörg störf.

Ferðamálastefnan hefur skýr markmið og verkefni fyrir sveitarfélagið, fyrirtæki og íbúa til að vinna að. Með samstilltu átaki var hægt að hrinda af stað verkefnum eins og heimasíðunni visithvolsvollur.is þar sem allri þjónustu og helstu áfangastöðum í sveitarfélaginu eru gerð góð skil. Síðan verður lifandi miðill um áhugaverðar fréttir, fróðleiksmola og viðburði í sveitarfélaginu og liður í því að efla samvinnu aðila í greininni sem er vaxandi og styrkir sveitarfélagið og svæðið í heild sinni.