Flókastaðagil Fljótshlíð

Það er mjög skemmtilegt að ganga upp Flókastaðagil frá Breiðabólstað. Best er að leggja bifreiðinni við safnaðarheimilið við Breiðabólstaðakirkju og fylgja girðingu í vesturátt að gilinu. Þetta er ekki erfiður gangur eftir kindagötum en ævintýraleg ferð að fara í með börn. Þegar upp er komið er yfirleitt gengið beint í suður fram á brún fyrir ofan Staðinn. Þar eru bæjarrústir sem heita Háakot og sést þar vel yfir Staðarhverfið, Eyjahverfið og til Vestmannaeyja. Mynd: Birna Sigurðardóttir.