Gljúfrabúi-Hamragarðar Eyjafjöll

Gljúfrabúi er í Gljúfurá sem rennur norðan við tjaldstæðin í Hamragörðum. Þetta er skemmtilegur foss sem er að hálfu falinn á bak við móbergskletta en þó glittir í hann á bak við fallegar kynjamyndir í klettunum.  Þá er hægt að fara úr skónum og vaða inn gljúfrið og koma neðan að fossinum. Fyrir ofan klettana í Hamragörðum í Hamragarðaheiðinni var girt af 10 ha skógræktarsvæði og er nú að vaxa þar upp allvöxtulegur skógur. Er það verðugt verkefni fyrir léttfætta tjaldgesti að fá sér göngu þangað upp eftir og njóta útsýnis ofan hamra yfir héruð. Gljúfrabúi er friðlýstur.