Gluggafoss Fljótshlíð

Gluggafoss er í Merkjá, rétt fyrir innan Þorsteinslund, og er mjög fagur foss sem fellur fram af móbergsklettum. Ekið er áleiðis að fossinum vestan megin og hægt er að ganga upp með honum þar. Ofar í ánni eru einnig tveir aðrir fossar ekki síður fallegir.

Fossinn er friðlýstur.