,,Laugavegurinn" - Þórsmörk – Emstrur - Álftavatn – Hrafntinnusker - Landmannalaugar
Eins og fyrr getur er Þórsmörkin endastöð á fjögurra daga gönguferð frá Landmannalaugum og er gist skálum eða tjöldum á þeim stöðum sem að ofan greinir. Vegalengdin er um 55 km. Þá hentar ekki öllum fjögurra daga áætlun, maraþonhlauparar fara þessa leið um 5 tímum og þeir, sem eru í minni æfingu, á 10 tímum. Þá geta þeir, sem eru í þokkalegu formi, hæglega gengið þetta á einni helgi og fengið mikið út úr því. Þó ber að líta á það að landslag og náttúra er með því móti að betra er að gefa sér nægan tíma til að upplifa þessi undur landsins. Hér er einnig bent á mjög skemmtilega dagsferð sem er rauninni síðasti hluti „Laugavegarins“. Þá er göngufólki ekið að morgni inn á Emstrur og gengin 15 til 16 km vegalengd niður í Þórsmörk. Þessi ganga tekur um 5 til 7 tíma. Leiðin er tiltölulega létt niður á við en samt mishæðótt og vaða þarf yfir Þröngá. Hún er lítil jökulkvísl og allajafna ekki mikið vatnsfall. Margir hafa með sér aukaskó til að vaða í. Fjölmargar gönguleiðir eru til og frá Þórsmörk og hvetjum við náttúruunnendur og göngufólk til að kynna sér hvað ferðaþjónustuaðilar á svæðinu hafa upp á að bjóða.