Markafljótsgljúfur

Í gegnum Markfljótsgljúfur rennur Markafljót. Markafljót er jökulá og á upptök sín í Mýrdalsjökli en einnig falla í hana þverár úr Eyjafjallajökli og víðar að. Markafljótið rennur um í gegnum gljúfrið og niður Markafljótsaurana. Áin eru um 100 km á lengd og rennur um stórbrotið landslag. Markafljótsgljúfrið er talið vera um 200 metra djúpt og hafi mótast í gífurlegu jökulhalupi fyrir um 2000 árum. Bændur byggðu varnagarðana sem nú standa og verja byggð og mannvirki í Fljótshlíð, Landeyjum og Eyjafjöllum. Vinna við fyrsta varnagarðinn hófst árið 1910 og var reistur við Seljaland undir Eyjafjöllum. Í framhaldi byggðu bændur þann varnagarð sem heldur fljóti í skefjum á árunum 1930 – 1950. Fyrr á öldum var Markafljót mikill fartálmi fyrir íbúa en fyrsta brúin ydir fljótið var byggð árið 1934. Mynd: Midgard Adventure.