Núpshellir Fljótshlíð

Núpshellir er við bæinn Núp í Fljótshlíð í um 3 km fjarlægð frá Hvolsvelli. Hellismuninn sést frá þjóðveginum og þaðan að sjá er þetta ekki stór hellir þar sem mikill klettur er fyrir munnanum en hann féll í jarðskjálftunum 1896. Hellirinn hefur verið nýttur sem útihús fyrrum og er líklega með stærstu móbergs hellum á Suðurlandi, frá náttúrunnar hendi. Í honum eru fornar rúnir og berghöld til að binda stórgripi við.

Hellirinn er í einkaeign og það þarf leyfi landeiganda til að skoða hann