Þórunúpsgil og hellar eru, eins og nafnið gefur kynna, við Þórunúp. Þar eru þrír manngerðir hellar, Efra-Hvolshellar, Þórunúpshellar og Vatnsdalshellir, liggja í beinni línu og eru landfræðilega séð í sama dal, sem er norðan Sléttafells, en sunnan fjallaþyrpingar þeirrar sem heitir Kotamannafjall, Þórunúpsfjall og Vatnsdalsfjall. Manngerðu hellarnir á Þórunúpi eru tveir og er gengt á milli þeirra um göng. Það hefur sýnilega verið hlaðið fyrir op þeirra en þær hleðslur eru nú fallnar og liggja fyrir opinu þannig að nokkuð erfitt er að skríða þar inn. Þá má sjá rústir í túninu fyrir framan hellana og mjög greinilegur er hlaðinn túngarður á sléttunni. Í gilinu fyrir ofan hellana má einnig finna hellisskúta sem hafa verið nýttir sem gripahús. Þórunúpshellar eru friðlýstir. Leyfi landeiganda þar til að skoða þessa hella.