Tunguskógur og Tumastaðaskógur í Fljótshlíð

Tungu- og Tumastaðaskógar eru tveir samliggjandi skógar í 9 km fjarlægð frá Hvolsvelli. Tunguskógur er í eigu og umsjón Rangárþings eystra en Tumastaðaskógur er í eigu og umsjón Skógræktar ríkisins. Fyrstu trén voru gróðursett árið 1944 og í dag er svæðið skjólgóður og skemmtilegur útivistarstaður sem íbúar og gestir sækja í að njóta og upplifa. Þar má finna fjölda gönguleiða og unnið er að gerð hjólastíga. Fyrstu gönguleiðirnar voru gerðar árið 1980. í skóginum er mikið og fjölbreytt fuglalíf.

Skógrækt ríkisins hóf rekstur gróðrarstöðvar á Tumastöðum árið 1944 og íbúar í gamla Fljótshlíðarhrepp hófu skógrækt í brekkunum í Tungulandi, sem er aðliggjandi Tumastöðum, árið 1951. Nemendur Hvolsskóla hafa undanfarin ár unnið að fjölbreyttum verkefnum í Tunguskógi. Þau hafa gert brýr til að tengja saman svæðið, unnið að skemmtilegum verkefnum m.a.í ,,Álfaskóginum” þar sem finna má ýmsar furðuverur. Útbúið flatir þar sem hægt er að setjast niður og borða nesti, sulla í læknum og upplifa náttúruna. 

Góð bílastæði eru við skóginn á þremur stöðum, salerni og vatn. 

Fara þarf gætilega með eld og ekki má kveðja eld nema á merktum svæðum við flatirnar og salernshús.