Kverkarhellir

Kverkarhellir er í Seljalandskverk, eða Kverkinni eins og hún er kölluð dags daglega. Land þetta gaf Arnlaug Samúelsdóttir á Seljalandi þann 25. janúar 1955 Skóg- ræktardeild Vestur-Eyjafjalla undir skógrækt til minningar um eiginmann sinn, Kristján Ólafsson. Árið 1981 (1989 formlega) var félagsskap afkomenda gefanda, Kverkar- samtökunum, afhent landið til umsjónar og hafa þau sinnt plöntunarstörfum af alúð og er þar nú sprottinn upp allmyndarlegur skógarlundur. Í brekkunni er hellirinn um 20 metra langur og var þar á árum áður þingstaður Vestur-Eyfellinga. Kverkarhellir var hreinsaður út á árunum 2000-2001 og bentu rannsóknir þar til mannvistarleifa frá því um landnám. Lundurinn er aðgengilegur og er öllum velkomið að ganga um hann. Ágætur stígur er upp að hellinum. Hellirinn er friðlýstur.