Paradísarhellir

Paradísarhellir er einn af þekktustu hellum landsins, ekki hvað síst fyrir að hýsa Hjalta (Barna-Hjalta) ástmann og síðar eiginmann Önnu stórbónda í Stóru-Borg.

Flestum ætti að vera fært að komast upp í hellirinn en þór er það nokkuð klifur og nauðsynlegt að fara að öllu með gát. Hægt er að styðja sig við kaðal á leiðinni sem gerir klifrið mun þægilegra, erfiðast er að komast fyrsta spölinn er auðveldar ofar. Á leiðinni upp má finna hreiðurstæði fýlsins sem hefur komið sér vel fyrir í skútum og á syllum.

Hellismuninn er frekar þröngur en þó er auðvelt að komast inn um hann. Aðeins þarf að beygja sig lítillega. Fyrir innan er rúmgóður hellir, um 5,5 metrar á lengd þar sem hann er lengstur og 3 metrar á breidd. Nokkuð hefur verið meitlað af stöfum í hellisveggina. Að innan er helst að finna mosagróður.

Hellirinn er í einkaeign og það þarf leyfi landeiganda til að skoða hann.