Eyvindarhólakirkja Eyjafjöll

Bær, kirkjustaður og fyrrum prestssetur undir Austur-Eyjafjöllum. Eyvindarhólar eru að sögn Landnámsbókar kenndir við Eyvind Baugsson sem bjó þar eftir að hann hafði verið gerður héraðsrækur úr Fljótshlíð eftir víg Sigmundar Sighvatssonar.

Í Eyvindarhólum var kirkja helguð Maríu guðsmóður í kaþólskum sið. Útkirkjur voru í Ytri-Skógum og Steinum. Þær voru lagðar niður 1890 og sóknirnar sameinaðar Eyvindarhólasókn. Núverandi kirkja var vígð 1961 og það gerði Sigurbjörn Einarsson biskup.