Voðmúlastaðakapella Landeyjar

Voðmúlastaðakapella í Austur-Landeyjum er í Holtsprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Þar var kirkjusetur frá fornu fari en lagt niður árið 1912. Söknuðu margir kirkjunnar á Voðmúlastöðum og svo fór að nýtt kirkjuhús var vígt þar sumarið 1946. Þá var ný kirkja risin á Akurey og sóknin var lögð til hennar.

Voðmúlastaðakirkja var lengstum útkirkja frá Krossi og helguð Pétri postula í katólskri tíð. Núverandi kirkja er nefnd kapella og er enn þá í Krosssókn í Bergþórshvolsprestakalli