Ratleikur Rangárþings eystra 2020

Gönguleiðirnar/svæði 2020

  • Efra-Hvolshellar. Þrír manngerðir hellar sem grafnir eru í gróft þursaberg.
  • Gluggafoss. 40 metra hár foss í Fljótshlíðinni. Fallegt og skemmtilegt umhverfi.
  • Írárfoss. Írárfoss er í Írá sem á upptök sín í Eyjafjallajökli. Fossinn er skammt frá bænum Ysta Skála, um 30 km frá Hvolsvelli. Beygt er af Þjóðvegi 1 inn á Skálaveg (246) og blasir fossinn við veginum.
  • Gljúfrabúi/Gljúfurárfoss. Fallegur foss 600 metra norður af Seljalandsfossi.
  • Þorsteinslundur. Geggjað svæði í Fljótshlíðinni og tilvalið til útivistar.
  • Nauthúsagil. Ganga fyrir alla inn í stórglæsilegt gil. Hér gætu tær blotnað.
  • Hvolsfjall. Hvolsfjall er 127 metra hátt fjall við Hvolsvöll og er auðvelt uppgöngu og hentar því vel fjölskyldufólki. Gegnið er frá Stórólfshvolskirkju inn eftir fjallinu eftir göngustíg.
  • Stóra Dímon. Skemmtileg ganga frá jafnsléttu á verulega fallegt útsýnisfjall sem hentar vel fjölskyldufólki.
  • Tumastaðaskógur. Fjölskylduvæn skógarganga sem hægt er að eyða góðum tíma í.
  • Kvernufoss. Falinn og fallegur foss við Skóga.