18. desember - Samverudagatal

Er Elf uppáhalds jólamyndin þín eða kannski Home Alone? Finnst þér jólin ekki komin fyrr en þú ert búin að horfa á Love Actually eða National Lampoon’s Christmas vacation? Eða er kannski How the Grinch stole Christmas þín uppáhaldsmynd? Er fjölskyldan sammála um að Artúr bjargar jólunum er besta jólamyndin eða jólamyndin með Shrek? Er jafnvel einhver íslensk mynd sem að er nauðsynleg á aðventunni? 

Möguleikarnir eru endalausir en það sem jólamyndir eiga sameiginlegt er að þær gefa yl og gleði í hjartað sem við sækjum jú öll eftir, sérstaklega á þessum tíma.

Í dag væri tilvalið að fjölskyldan kæmi saman, kæmi sér vel fyrir og myndi velja jólamynd sem allir gætu horft á saman.