19. desember - Samverudagatal

Margir eru nú þegar búnir að skreyta jólatréð sitt eða þá eru með hefð um einhvern sérstakan dag sem jólatréð er alltaf skreytt. Nú ef svo er ekki er tilvalið að nýta þennan síðasta sunnudag í aðventu til að skella upp trénu og skreyta saman. Það er jú það sem þetta snýst allt um, hvenær sem jólatréð á heimilinu er skreytt, skreytum það þá saman.