2. desember - Samverudagatal

Sleðar hafa verið notaðir til ýmissa verka á Íslandi sem og í öðrum löndum eins og t.d. til að ferja fólk, sem aðstoð í landbúnaði og til að ferja varning.

Nú á síðari tímum þá tengir fólk sleða aðallega við snjó og hafa sleðar þróast mikið, allt frá maga- og skíðasleðum til Stiga sleða og snjóþota til að skemmta sér á.