20. desember - Samverudagatal

Jólaljósin lýsa upp skammdegið og íbúar í sveitarfélaginu hafa verið verulega duglegir að setja upp ljós hjá sér síðustu vikur.

Það er gaman að fara saman út að ganga og skoða ljósin sem eru eins misjöfn og þau eru mörg. Það má jafnvel grípa með sér vasaljósið og nýta tvær hugmyndir úr samverudagatalinu.